Almennt

Samantekt ársins 2019

Í ljósi þess að fólk er að taka saman árið þá langar mig að vera memm. Ætla að reyna að halda þessu stuttu og skemmtilegu. Besta bók sem ég las á árinu* *ég er enn að lesa hana. Feature Engineering and Selection eftir Max Kuhn og Kjell Johnson. Besta bók um spálíkön og vélnám síðan Applied Predictive Modeling, eftir sömu höfunda, kom út. Í stuttu máli, hvernig getur þú umbylt gögnum á hátt sem gagnast sem best til notkunar í spálíkönum?