Vélnám

Vandamál í vélnámi: Flokkum gler!

Vélnámi með viðgjafaraðferð1 má skipta í tvær tegundir vandamála. Annars vegar aðhvarfsvandamál2, og hins vegar flokkunarvandamál3. Í þessari færslu ætla ég að vinna mig í gegnum flokkunarvandamál, þar sem áherslan verður á að skoða forvinnsluaðgerðir4. Æfingin er fengin úr þriðja kafla bókarinnar Applied Predictive Modeling eftir Max Kuhn og Kjell Johnson. Nánar tiltekið er þetta verkefni 3.1. Flokkum gler Í þessu fyrsta vandamáli okkar í vélnámi notumst við við gagnasett úr The UC Irvine Machine Learning Repository sem snýr að greiningu mismunandi tegunda glers út frá ljósbrotsstuðli og samspili 8 mismunandi frumefna: Na, Mg Al, Si, K, Ca, Ba og Fe.